139. löggjafarþing — 52. fundur,  17. des. 2010.

virðisaukaskattur.

208. mál
[21:22]
Horfa

Frsm. efh.- og skattn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég veit út af fyrir sig ekki hvort það er miklu við þetta að bæta. Ég held að lausnin sem hér er valin sé ágæt, að lögfesta málið strax en láta það taka gildi eftir að ESA hefur verið spurt. Þó er fullsnemmt að halda því fram að málið sé einfalt. Auðvitað eru í því álitaefni og auðvitað þarfnast sum atriði skoðunar. Við skulum sannarlega vona að ekki felist í því neinn ríkisstuðningur og það komi engar athugasemdir frá ESA, þetta geti einfaldlega gengið fram með þessum hætti og framkvæmdin hafist hinn 1. maí nk.