139. löggjafarþing — 53. fundur,  17. des. 2010.

virðisaukaskattur.

208. mál
[21:45]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ber vissa virðingu fyrir hv. þm. Helga Hjörvar, að þora alltaf lengra og lengra út í dýið. Hann var ekki partur af þessum hópi sem var tilbúinn til að hjóla í Vinstri græna í atkvæðagreiðslu með stuðningi stjórnarandstöðunnar. Hann gleymdi líka að geta þess að það sem hann fékk að sjá í fjármálaráðuneytinu voru tillögur iðnaðarnefndar sem hann átti ekki aðild að, heldur iðnaðarnefnd sem tók málið af forræði efnahags- og skattanefndar.

Ég mætti kannski varpa spurningu til hv. þingmanns, formanns efnahags- og skattanefndar, um hvort hann hafi hugmynd um hvað gerðist hér í gærkvöldi á fundi með hæstv. fjármálaráðherra og hvaða orð fjármálaráðherra sagði þá, svona til að fá söguna á hreint.