139. löggjafarþing — 53. fundur,  17. des. 2010.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

197. mál
[23:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Siv Friðleifsdóttur fyrir ágæta ræðu sem fjallaði aðallega um bifhjól en það er sennilega vegna þess að hv. þingmaður hefur ekið bifhjóli einhvern tímann um ævina sem ég hef ekki gert. Ég vil spyrja hana, þar sem þetta er nú allt saman meira og minna handstýrt og handpikkað, meira að segja formaður nefndarinnar flytur breytingartillögu sjálfur í handpikkingarstíl, hvort það geti verið að ekki sé tekið tillit til bifhjóla í þessu kerfi öllu saman, sem búið er að flækja út í það óendanlega, vegna þess að enginn nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ekur bifhjóli.