139. löggjafarþing — 53. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[01:38]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Í anda þess að lengja ekki umræðuna mjög mikið langar mig aðeins að spyrja hv. þingmann um hvort hún telji að tíminn til næstu áramóta, þ.e. áramótanna 2012, muni duga í alla þá undirbúningsvinnu sem þarf að fara í. Og ef hann dugar ekki, þ.e. til að fara bæði í að kostnaðargreina og til að ganga frá öllum þeim samningum sem um er rætt, mundi hún ljá máls á því eftir ár að við frestuðum ákvæðinu aftur.