139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[10:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta er ekki bandormur, þetta er höggormur. Hann heggur ýmist til vinstri eða hægri, það er ýmist gott eða slæmt. Þetta ættu í rauninni að vera fimm eða sex frumvörp. Það er eiginlega ekki líðandi að ræða nýsköpun, málefni fatlaðra, erfðafjárskatt og ég veit ekki hvað, í einni lotu. Það er ekki hægt, en við verðum samt að gera það og ég bið frú forseta að láta atkvæðagreiðsluna ganga hægt fyrir sig. En það er ekki auðvelt að greiða atkvæði í þessu máli þar sem það gengur út og suður. Við erum með fjórar breytingartillögur í málinu. Ein er mjög alvarleg og ég bið menn að skoða hana mjög vel þegar að henni kemur.

En við erum sem sagt ýmist með eða á móti eða sitjum hjá. [Hlátur í þingsal.]