139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[10:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Nú er þetta allt jákvætt. Við greiðum atkvæði um málefni fatlaðra sem við fluttum yfir til sveitarfélaganna. Svona vinnubrögð ganga ekki. Við fjöllum ýmist um skattlagningu á niðurfellingu skulda hjá fyrirtækjum eða skattlagningu á dánarbúum eða skattlagningu sem varðar málefni fatlaðra.

Ég mótmæli hástöfum svona vinnubrögðum. Ég segi já við því þegar höggormurinn heggur í þessa átt en næst gerum við eitthvað annað.