139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[10:43]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég kem enn á ný upp og þakka fyrir það sem vel er gert. Verið er að lækka þakið varðandi þær upphæðir sem fyrirtæki þarf að leggja í til að fá þessa skattaívilnun, úr 5 millj. kr. í 1 millj. kr.

Ég var 1. flutningsmaður að frumvarpi um að taka gólfið algerlega út ásamt hv. þm. Ásbirni Óttarssyni og Gunnari Braga Sveinssyni og fleirum og það er mjög jákvætt skref. Hér sýnum við virkilega að við ætlum að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru að hefja rekstur, sem eru að byrja nýsköpunar- og rannsóknarþróunarferil sinn, og er það vel.