139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

virðisaukaskattur.

208. mál
[10:53]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að loksins, loksins er komin lausn á þessu mikilvæga máli sem snertir starfsemi gagnavera á Íslandi. Ég leyfi mér að fullyrða að það sé eina jákvæða skattbreytingin sem hæstv. ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur staðið að. Það er einmitt vegna þess að völdin voru tekin af ríkisstjórninni og það var þingið sem knúði fram þær breytingar sem við lögfestum nú. Það er það sem er mikilvægt í þessu máli. Eftir 18 mánaða þóf og þvæling í fjármálaráðuneytinu tók þingið af skarið og er í þann mund að lögfesta breytingu sem vonandi verður þessum iðnaði, gagnaveraiðnaðinum, til mikilla heilla. Hún kemur hjólum atvinnulífsins hér á landi af stað og það veitir svo sannarlega ekki af. Ég segi já með mikilli gleði.