139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

virðisaukaskattur.

208. mál
[11:01]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er gleðilegt að greiða atkvæði um þetta mál en nokkurs misskilnings virðist gæta um hvað raunverulega er verið að gera með því að fella niður virðisaukaskatt af gagnaverunum. Við erum aðilar að „samkeppnis-directive“ hjá Evrópusambandinu og með því að færa virðisaukann niður eða taka hann af er samkeppnisjafnað.

Gagnaver á Íslandi eru samkeppnishæf við gagnaver í Evrópu og þess vegna breyttum við skattareglum til samræmis við reglur Evrópusambandsins. Það er grundvallarmisskilningur að einhver virðisauki fari með því. Virðisaukaskattur hefur ekkert með það að gera hvort virðisauki verður til eða ekki. En það sem ég vildi segja er (Forseti hringir.) að ég greiði þessu máli atkvæði mitt heils hugar og þótt fyrr hefði verið.