139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

196. mál
[11:11]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Við göngum til atkvæða um frumvarp um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Það er mikilvægt að þar verði vandað vel til langtímafyrirkomulags skattheimtu á fjármálafyrirtæki og því er sú tilhögun sem hér er lagt upp með einungis ætluð til eins árs. Það er mikilvægt í ljósi reynslunnar að við ætlum okkur tíma að fara yfir með hvaða hætti við högum best skattheimtu á fjármálafyrirtæki til að við búum við heilbrigt fjármálakerfi til lengri tíma litið, verðleggjum áhættu rétt og tryggjum að skattlagningin verði á áhættusamari fjármálastarfsemi frekar en þá áhættuminni.