139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

196. mál
[11:12]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Við sjálfstæðismenn lögðum í efnahagstillögum okkar til skatt sem er af svipuðu tagi og þessi skattur. Þær hamfarir sem urðu í fjármálakerfinu hafa kennt okkur að við þurfum að hafa mun meiri viðbúnað en verið hefur. Því held ég að leið Svía að stofna nokkurs konar viðlagasjóð sé mjög til fyrirmyndar. Þeir áætla að safna 2,5% skatti af landsframleiðslu í sjóð til að bregðast við fjármálaáföllum í framtíðinni. (Gripið fram í.)

Hér er verið að segja okkur að skatturinn sé að fyrirmynd Svía sem er ekki rétt. (Forseti hringir.) Það er rétt að hann er lagður á eins og Svíar gera en það á ekki að nota hann á sama hátt og á því lítið skylt við það.