139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

197. mál
[11:23]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt sem hv. þm. Birkir Jón Jónsson segir, þetta frumvarp er alvarleg árás á landsbyggðina, árás sem kostar mikið fé. Það er hörmulegt, hæstv. forseti, að hlusta á borgarbörn tala um þetta mál þar sem réttlætið nær til Engeyjar til norðurs, til Hafnarfjarðar til suðurs og til Elliðaánna til austurs. Það er alvara málsins. Það er hörmulegt að hlusta á borgarbörnin tala með þeim hætti. Þau hugsa ekkert um landsbyggðina, þau varðar ekkert um fólkið sem vinnur verkin úti á landsbyggðinni. Þetta er yfirkeyrsla, þetta er dónaskapur, þröngsýni og frekja. (Gripið fram í.) [Kliður í þingsal.]