139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

197. mál
[11:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Vinstri menn hækka skatta og þegar þeir eru búnir að hækka skattana gefa þeir undanþágur til að menn geti þakkað þeim fyrir undanþágurnar. Svo flækja þeir kerfin og flækja. Hér kemur tillaga frá formanni nefndarinnar um að vissir bílar skuli borga lægri skatta á næsta ári. Það er ótrúlegt. Hann ætlar að pikka út vissa bíla og láta þá borga minni skatt á næsta ári.

Frú forseti. Svona vinnubrögð eru varla bjóðandi. Fyrst setja menn einhverja skatta sem eru ómögulegir og þegar þeir sjá að þeir eru ómögulegir draga þeir pínulítið úr þeim fyrsta árið til að venja almenning við. Ég segi nei.