139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

197. mál
[11:29]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er verið að mæta sjónarmiðum landsbyggðarinnar sem m.a. voru reifuð af hv. þm. Árna Johnsen áður, með því að veita afslátt af þeim vörugjöldum sem munu taka hækkunum í hinu nýja kerfi fyrstu tvö árin. Það gerir það að verkum að næstu tvö árin verða nær einvörðungu jákvæð áhrif af þessum vörugjaldabreytingum. Það hjálpar bílgreininni. Það gerir það að verkum að sparneytnir og umhverfisvænir bílar munu lækka í verði og á þeim tíma, tveimur árum, vitum við líka að bílaframleiðendur munu kappkosta vegna alþjóðlegrar þróunar að nýta betur eldsneyti í hinum stóru bílum og þar af leiðandi munu þeir menga minna og færast niður um gjaldaflokka hér eins og annars staðar í heiminum.