139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[11:33]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um svokallað gengisfrumvarp. Nú er liðið hálft ár síðan svokallaður gengisdómur féll í bílalánamálunum og ríkisstjórnin hefur haft þann tíma til að bregðast við dómnum.

Þau lög sem hér á að greiða atkvæði um eiga að taka á þeim vandamálum sem upp koma við gengislánadóminn. Í prinsippinu erum við sjálfstæðismenn algerlega sammála um að taka þurfi á þessum málum. En eins og málsmeðferðin hefur verið, eins og það frumvarp sem hér verða greidd atkvæði um er útbúið, er það engan veginn fullnægjandi. Það er hálfkarað og lagasetningin er þess eðlis að við getum ómögulega stutt hana. (Forseti hringir.) Í efnahags- og skattanefnd í gærkvöldi greiddum við ásamt öðrum stjórnarandstöðuþingmönnum (Forseti hringir.) atkvæði gegn því að taka málið úr nefnd. (Forseti hringir.) Við lögðum til að við mundum gefa okkur einn mánuð í viðbót en ekki var orðið við því. Við munum sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.