139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[11:35]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ekki óskastaða fyrir löggjafa að vera í þeirri stöðu að þurfa að hlutast til um tiltekin atriði í samningssambandi milli fólks en vegna dómanna sem féllu um ólögmæti gengislánanna er óhjákvæmilegt að löggjafinn kveði á um uppgjörsreglur í kjölfar þeirra. Það er augljóslega mikilvægt að veita almenningi sambærilegan rétt hvað varðar umbreytingu gengistryggðra íbúðalána til að tryggja öllum sama rétt og til að koma í veg fyrir að við búum áfram við efnahagslega óvissu vegna þess að ekki er búið að ganga frá ákvörðun um hver skuldastaða heimilanna í íbúðarhúsnæði er raunverulega.

Ég þakka nefndinni fyrir góð störf að þessu máli, sérstaklega verkstjóra nefndarinnar, hv. þm. Álfheiði Ingadóttur.