139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[11:57]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við erum að fjalla um síðasta áfanga á flutningi á málaflokki sem á að flytjast til Sjúkratryggingastofnunar Íslands. Það verður að segjast eins og er að þegar þessi stofnun var sett á fót í október 2008 var stefnt að mjög öflugri stofnun sem sæi um alla samninga á sviði heilbrigðismála fyrir hönd ríkisins. Það hefur reynst þyngra í vöfum en menn vonuðu í upphafi. Í breytingartillögu sem kemur fram á nefndaráliti heilbrigðisnefndar er lagt til að ráðherra verði heimilt fram til 2014 að fara með þessi síðustu ákvæði í reglugerð, en eftir frekari skoðun á málinu er þessu ákvæði frestað um eitt ár.