139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[11:59]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það eru að koma jól og samstarfsvilji stjórnarandstöðunnar í algeru hámarki. Við föllumst á að gefa hæstv. ráðherra enn og aftur frest í þessu mikilvæga máli en ekki í þrjú ár, sem er auðvitað afskaplega slæm hugmynd, heldur sættumst við á eitt ár og vonumst til þess að nýr ráðherra muni nýta þann tíma vel. Samkvæmt lögum á hann að skipuleggja og færa þá þjónustu sem hér var nefnd, sem er afskaplega mikilvæg fyrir sjúklinga í landinu og heilbrigðisþjónustuna í heild sinni, yfir til Sjúkratrygginga. Við munum fylgjast vel með því að það verði gert og ef svo verður munum við bæta heilbrigðisþjónustuna (Forseti hringir.) enn frekar og hvetja hæstv. ráðherra til dáða hvað þetta varðar.