139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

Evrópska efnahagssvæðið.

61. mál
[12:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þegar EES-samningurinn var gerður 1994 hékk við þann samning samþykkt EFTA-ríkjanna um að greiða í þennan þróunarsjóð. Þeir samningar voru endurnýjaðir eða endurgerðir árið 1999 og 2004 og nú er það gert enn einu sinni. Það er töluvert mikil hækkun á sjóðnum. Það er hins vegar engin hækkun á því sem við greiðum og skal það tekið skýrt fram.

Það skal líka tekið fram að EFTA-ríkin hafa ekki viðurkennt að þeim beri lagaleg skylda til að greiða í þennan sjóð en það hefur verið krafa Evrópusambandsríkjanna og það stendur enn að þetta er viðauki við samninginn en ekki hluti af honum.