139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

Evrópska efnahagssvæðið.

61. mál
[12:40]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þau ríki sem hafa sótt um í þennan sjóð og fengið greiðslur eru m.a. Grikkland, Kýpur, Malta, Pólland, Portúgal og fleiri ríki. Þau eru talin upp í 1. gr. viðaukasamningsins. Ég sé ekki hvers vegna Ísland á að greiða þessum löndum slíkar upphæðir. Þessi styrkur var meira að segja notaður á Ítalíu til að kosta Elton John-tónleika. Ég er farin að kalla þetta frumvarp Elton John-frumvarpið því að það er með ólíkindum að fjármunum skuli vera sóað í þessum ríkjum með slíkum hætti.

Við erum að ná okkur upp eftir efnahagshrun. Það væri nær að þessi ríki litu til okkar og hjálpuðu okkur á fætur í stað þess að sóa þessum fjármunum. Munurinn á þeim og þeim framlögum sem Færeyingar lánuðu okkur — þeir hefðu alveg eins getað greitt þessa upphæð strax til Evrópusambandsins í stað þess að láta það fé hafa milligöngu hér á landi.