139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

fjarskipti.

394. mál
[12:55]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Ég kem upp til að taka örstutt undir með hv. formanni samgöngunefndar, Birni Val Gíslasyni, um að hér var vel haldið á málum. Þetta er óhemjuflókið mál í eðli sínu og hafði stuttan aðdraganda og því var farin sú leið að fresta meginþætti þess fram á næsta ár og það er til marks um ný vinnubrögð að mati þess sem hér stendur. Málinu var ekki þröngvað í gegnum þingið heldur var einungis sá þáttur þess sem lýtur að fjármögnun settur inn í bráðabirgðaákvæði. En meginhluti málsins er hins vegar eftir innan þings og það er vel, svona á þingið að starfa.