139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[14:21]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Ég lýsti því yfir að í trausti þess að unnið yrði að lögum sem samþykkt voru 1. október 2008 og til að fullnusta lögin greiddi ég atkvæði með þeirri breytingartillögu sem hér liggur fyrir um að veita hæstv. heilbrigðisráðherra eitt ár í staðinn fyrir þrjú ár, því að um það hljóðaði breytingartillagan, til að fullnusta lögin frá 1. október 2008. Hér kemur enn og aftur fulltrúi í hv. heilbrigðisnefnd, Ólafur Þór Gunnarsson, og segir að þetta muni ekki takast, lýsir því yfir við atkvæðagreiðsluna áður en frumvarpið og breytingartillagan er orðin að lögum. Frú forseti, þetta er skrípaleikur.