139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

atvinnuleysistryggingar og málefni aldraðra.

339. mál
[14:28]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Í þessu máli eru ýmis atriði. Eitt af þeim sem er þó sýnu stærst er að lengja réttinn til atvinnuleysisbóta í fjögur ár. Mig langar að vekja athygli þingmanna á því að við höfum verið að samþykkja fjárlög sem gefa enga von um að atvinnulífið fari að blómstra og þess vegna óttast ég að verði ekki breytingar á stefnu stjórnvalda þannig að atvinnulífið styrkist og þær aðstæður skapist að fleiri störf verði í boði þá munum við standa í sömu sporum eftir ár og lengja bótaréttinn í fimm ár. Við skulum aldrei láta það gerast og við skulum öll heita því að berjast gegn skattahækkunaráformum ríkisstjórnarinnar og þeirri ömurlegu stefnu með kjafti og klóm svo að þetta gerist ekki að ári.