139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

svar við fyrirspurn.

[15:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þar sem frú forseti leggur slíka ofuráherslu á að ég ræði sérstaklega um fundarstjórn forseta ætla ég að gera það. Það er nefnilega forseti sem á að gæta hagsmuna alls þingsins, allra þingmanna, gagnvart framkvæmdarvaldinu og við erum einmitt að ræða um það, frú forseti. Það er spurning hvernig forseti hagar stjórn fundarins þannig að slíkt mál geti komist á dagskrá og við getum rætt um hvernig opinberir aðilar eða framkvæmdarvaldið kemst upp með það aftur og aftur og aftur að svara ekki fyrirspurnum alþingismanna. Mér finnst, frú forseti, að það skipti þjóðina og kjörna fulltrúa máli þegar búið er að afskrifa tugi og hundruð eða þúsundir milljarða hjá ákveðnum fyrirtækjum hvernig farið er svo með það að ráðstafa þeim eignum.