139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

dómstólar.

246. mál
[16:32]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg rétt sem hv. þm. Róbert Marshall nefnir, og vitnar í nefndarálitið, að þetta var ekki í frumvarpinu eins og það var lagt fyrir þingið, fór í gegnum 1. umr. og til útsendingar og umsagna. Það sem hins vegar þarf að skýra, og kannski getur hv. formaður allsherjarnefndar gert það í örstuttu máli nú, er hvers vegna þessi verkefni sem hann er að vísa til kalla á lengingu kjörtímabilsins úr tveimur árum upp í fimm.