139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

lögreglulög.

405. mál
[17:28]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Já, ég öfunda hv. þingmann ekkert af því að geta ekki rifjað almennilega upp hvernig þetta var. Eins og mig minnir, þegar þetta frumvarp lá fyrir, voru margir efnisþættir þess mun umdeildari og kannski merkilegri á heildina litið en þessi. Ég hlakka til að ræða efnisatriði málsins betur við hv. þingmann og þá aðra þingmenn sem hér eru. Ég vona að menn taki eftir því að ég hef ekki lagst gegn málinu. Ég hef spurt spurninga og vil fá svör við þeim. Ég tel að ég eigi rétt á því, ég tel að þingheimur eigi rétt á því, lögreglan eigi rétt á því og kannski á hæstv. ráðherra líka rétt á því þótt hann sé ekki í salnum.