139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

lögreglulög.

405. mál
[17:33]
Horfa

Flm. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er bæði ljúft og skylt að upplýsa að málið var í slíkri tímaþröng í þingflokkum fyrir jól að ákveðið var að gera það með þeim hætti sem hér er lýst. Með því get ég þó ekki fallist á það sem lá í orðum hv. þingmanns þegar hann flutti ræðu sína áðan að þeir þingmenn sem á málinu eru hafi án efnislegrar umfjöllunar fyrir sitt leyti og gagnrýnislaust fallist á að flytja málið. Svo er alls ekki. Ég held að hver einn og einasti þingmaður í allsherjarnefnd hafi lesið í gegnum málið, skoðað þær forsendur sem lágu því til grundvallar og tekið efnislega afstöðu út frá því. Þó að málið sé unnið annars staðar eða ættað úr öðrum ranni en hjá þingmönnum sjálfum er ekki þar með sagt að ekki liggi efnisleg afstaða til grundvallar flutningi málsins. Svo er í þessu tilfelli og ég get fullvissað hv. þingmann um það.