139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

lögreglulög.

405. mál
[17:34]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Hafi mátt lesa slíka gagnrýni út úr ræðu minni áðan sem var flutt undir trommuslætti þannig að maður hefst svolítið upp í stólnum og segir kannski aðeins meira en maður ætlaði annars að gera — þó að þessar trommur komi þessu máli ekki meira við en Alþýðubandalagið gamla — biðst ég forláts á því. Það var ekki meiningin og þeim mun síður að gefa í skyn að þeir hv. allsherjarnefndarmenn sem hér eru staddir hafi átt þess kost í störfum sínum áður en ég kom í allsherjarnefnd að skoða málið betur en ég. Ég veit ekki hvað þar var rætt, hvaða upplýsingar komu þar fram eða hvað varð t.d. til þess að þessum litla bút úr gamla frumvarpinu var breytt áður en hann var réttur formanni allsherjarnefndar 15. eða 16. desember.