139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

samkeppnislög.

131. mál
[18:53]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir kennslustundina í þingsköpum. Ég orðaði þetta nú með þessa nefnd út af því að mér fannst það kurteisi. Ég biðst afsökunar á að hafa verið svo barnaleg að vera að þvæla eitthvað um að ég teldi sjálfsagt að nefndin kæmi aftur saman.

Það er ekkert í þessu sem er þannig, eins og ég sagði í ræðu minni, að ef fyrirtæki virða skrifaðar og óskrifaðar samkeppnisreglur hafi þau eitthvað að óttast og þá verða engar íþyngjandi ráðstafanir, þá verða þau ekki beitt neinum íþyngjandi ráðstöfunum. Það er einmitt þannig. Þetta er ákvæði sem enginn þarf að óttast, ekkert fyrirtæki ef það virðir, ég segi það aftur, skrifaðar og óskrifaðar reglur samkeppninnar.