139. löggjafarþing — 60. fundur,  18. jan. 2011.

dómstólar.

246. mál
[14:33]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða mál sem varðar fjölgun hæstaréttardómara og héraðsdómara til að mæta því aukna álagi sem orðið hefur hjá dómstólum eftir bankahrun. Í umræðum um þetta mál í gær kom fram sú ósk frá minni hluta allsherjarnefndar, hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni, að það yrði kallað inn til umræðu milli 2. og 3. umr. og hef ég sem formaður allsherjarnefndar ákveðið að verða við því, enda þarf að gera lítils háttar breytingar á málinu.