139. löggjafarþing — 60. fundur,  18. jan. 2011.

stefna Íslands í málefnum norðurslóða.

337. mál
[16:40]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir að taka af allan vafa um það hvernig hann skildi ræðu mína, ég hef þá ekki heyrt nægilega vel — enda liggur þingmanninum ekki hátt rómur, það skal tekið fram. En víst er það að vera mín í Vestnorræna ráðinu og kynni mín af Grænlendingum og Færeyingum hafa glætt verulega þann skilning sem að einhverju leyti kann að hafa á skort á mikilvægi þeirra hagsmuna sem eru í húfi varðandi djúpa og ríka arfleifð lítilla ríkja sem búa við Dumbshaf og þurfa að sækja í náttúrugæði, en þar hefur reyndar ekki heldur spillt vestfirskur uppruni.