139. löggjafarþing — 61. fundur,  19. jan. 2011.

viðauki við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

123. mál
[14:40]
Horfa

Frsm. efh.- og skattn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um mál 123 sem lýtur að breytingum á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hér er um að ræða breytingar á stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og viðauka sem samkomulag varð um í yfirstjórn sjóðsins á fundum hennar 28. apríl og 5. maí 2008 og miða að því annars vegar að auka sérstök dráttarréttindi þeirra þjóða sem hafa eflst hvað mest efnahagslega á umliðnum árum og hins vegar að auka þátttöku efnaminni þjóða í starfsemi sjóðsins. Nefndin fékk á sinn fund fulltrúa úr efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Tómas Brynjólfsson, til að reifa málið og leitaði umsagnar Seðlabanka Íslands. Tillaga nefndarinnar er að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið rita auk mín hv. þm. Álfheiður Ingadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Orri Schram, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Pétur H. Blöndal, Birkir Jón Jónsson og Þór Saari.