139. löggjafarþing — 61. fundur,  19. jan. 2011.

orkuskipti í samgöngum.

403. mál
[14:55]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var raunverulega ekki þetta sem ég spurði um. Ég var að spyrja af hverju ekki væri meiri fókus á þessar tvær aðaluppsprettur CO2. Af hverju er fókusinn svona mikið á ökutækin? Við erum búin að samþykkja hérna fjöldann allan af lögum sem beinast að ökutækjum en ég man ekki í svipinn eftir neinu sem fókuserar beint á fiskiskipaflotann eða aðrar uppsprettur CO2.

Eins og ég sagði áðan er áætlað að CO2-mengun vegna ökutækja á Íslandi sé í kringum 800 þús. tonn á ári. Álverin gætu verið með 1,5 milljónir tonna eða eitthvað svoleiðis. Þar sem CO2 er ekki sérstakt nærumhverfisvandamál, gætum við sagt, heldur er vandamálið á alþjóðlega vísu er augljóst að mesta framlag okkar Íslendinga til að minnka CO2-útblástur væri að stuðla að enn frekari uppbyggingu álvera á Íslandi þannig að ekki þyrfti að knýja álverin með raforku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti eins og til að mynda er gert á mörgum stöðum í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar, sérstaklega náttúrlega í Asíu.

Í þágu þess að minnka CO2-útblástur, væri hæstv. iðnaðarráðherra tilbúin til þess að beita sér fyrir því að byggja upp enn fleiri álver á Íslandi?