139. löggjafarþing — 61. fundur,  19. jan. 2011.

umhverfisábyrgð.

299. mál
[16:17]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurningarnar. Fyrirvararnir eru gerðir eðli málsins samkvæmt þegar vísað er í hluta sem er ekki hluti af EES-samningnum eins og þarna gildir um bæði Birds- og Habitats-tilskipanirnar og vísað er eins og ég gat um í framsögu minni til náttúruverndarlöggjafarinnar sem er í gildi á Íslandi. Ég hef miklar væntingar til þeirrar endurskoðunar sem yfir stendur á þeirri löggjöf og er partur af þeirri heildaryfirferð, í raun og veru heildarendurskoðun á íslenskri umhverfislöggjöf, og þar með kannski einna brýnast í því samhengi öllu saman að innleiða meginreglur umhverfisréttarins í stóru og smáu.

Varðandi það sem er umfram grunninn í tilskipuninni eins og lagt er til hér er svo sem ekkert annað um það að segja en það sem kom fram í framsögu minni og vænti ég þess að umhverfisnefnd taki til skoðunar þá þætti rétt eins og aðra í yfirferð sinni.