139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

grunsemdir um njósnir á Alþingi.

[10:43]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég tek undir það með hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni að ef hér er skýrt rétt og satt frá þá er hér um að ræða árás eða gæti verið um að ræða raunverulega árás á Alþingi þannig að sjálfræði þess sé hætta búin. Það er rétt. Hins vegar er gersamlega fráleitt af þingmanninum sem ég nefndi og þeim sem talaði síðast, að algerlega órannsökuðu máli á grundvelli einnar blaðafréttar eftir Agnesi Bragadóttur, að beina grunsemdum að tilteknum þingmönnum og tilteknum þingflokki vegna tengsla þeirra við Wikileaks og forustumenn þess. (JónG: Sá þingmaður …) Ég tel í fyrsta lagi að þingmaðurinn eigi að halda munni eftir þessa frammistöðu í ræðustól og í öðru lagi tel ég að forseti eigi að íhuga að víta þá þingmenn sem ráðast svona að heiðri alþingismanna sem hér eru staddir og þingflokka sem hér starfa.