139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

grunsemdir um njósnir á Alþingi.

[10:44]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég er alveg sammála því að hér er um mjög alvarlegt mál að ræða. Ég ætla að mótmæla orðum hv. þm. Sigurðar Kára Kristjánssonar. Sjálfstæðisflokkurinn er á þessari hæð líka, hann er með mun fleiri skrifstofur en við á hæðinni og hefur verið þar miklu lengur en við. Skrifstofan sem um ræðir er fyrrverandi skrifstofa þingmanns Sjálfstæðisflokksins líka, ef menn vilja fara út í þann slag, og ég tel að hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson, Jón Gunnarsson og fleiri ættu ef til vill að spyrja sinn eigin formann (Forseti hringir.) hvers vegna hann lét þá ekki vita af þessu því það hefur þegar verið upplýst að Alþingi lét formann Sjálfstæðisflokksins vita af þessu strax í febrúar í fyrra (Gripið fram í: Rangt.) og formann Samfylkingarinnar (Forseti hringir.) á sama tíma enn ekki formenn neinna annarra flokka á Alþingi og það finnst mér mjög alvarlegt mál. (Forseti hringir.) Framkoma Alþingis í þessu máli eða stjórnar Alþingis er því alveg fordæmalaus.