139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

grunsemdir um njósnir á Alþingi.

[10:49]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Það er algjörlega nauðsynlegt að þetta mál verði rætt til hlítar á dagskrá þingsins í dag. Ég vil þakka hæstv. forseta fyrir að bregðast vel við og ætla að greina hv. Alþingi frá málavöxtum núna eftir hádegi, það er nauðsynlegt.

Það er aðeins tvennt sem mig langar að segja að auki. Það að gerð hafi verið tilraun til þess að hakka sig inn í tölvukerfi Alþingis er ekkert annað en árás á hv. Alþingi, hafi hún verið gerð og muni það sannast er það grafalvarlegt mál. Við skulum hins vegar hlýða á skýringar hæstv. forseta klukkan tvö í dag og komast til botns í þessu máli en um leið gera okkur grein fyrir því hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni.