139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

flokksráðssamþykkt VG um styrki ESB.

[11:21]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það er að sjálfsögðu af tómri velvild til formanns Vinstri grænna, hæstv. fjármálaráðherra og flokksins, að ég spyr þessara spurninga. Ég deili þeim skoðunum sem sá ágæti flokkur setti fram fyrir síðustu kosningar um hvernig halda ætti á þessu máli og ég hef verulegar áhyggjur af því, frú forseti, að hæstv. fjármálaráðherra sé farinn út af þeim vegi sem hann boðaði þá.

Við getum velt því fyrir okkur hvort í svörum hæstv. ráðherra felist einhvers konar flóttaleið eða að flokkurinn ætli sér að fara fjallabaksleið eða einhverja aðra vegslóða til að komast í þessa styrki. Mig langar því að spyrja hæstv. ráðherra í framhaldi af svörum hans: Kannast hann við að samninganefnd Íslands við Evrópusambandið í þessum viðræðum hafi í lok desember sótt á sínum forsendum um styrki sem ráðherrar flokksins (Forseti hringir.) hefðu að öllu jöfnu átt að sækja um og telur hann það eðlilegt?