139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára.

334. mál
[12:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Það er eitt sem ég saknaði og það er þróun mála í háskólanámi, hvað konum hefur fjölgað mikið í hlutfalli við karlmenn í háskólanámi, og hvað hv. þingmaður telji að valdi því og hvaða áhrif það kynni að hafa til framtíðar. Mér finnst að við þurfum að horfa á öll slík teikn sem eru út úr kortinu og nánast óskiljanleg. Það er ekki skiljanlegt fyrir mér af hverju fleiri konur fara í háskólanám en karlar. Hlutfallið er eitthvað um 10 þús. konur á móti 6 þús. körlum sem munar verulegu og það mun væntanlega hafa áhrif til framtíðar í öfuga átt við það sem menn eru alltaf að tala um. Mér finnst að við þurfum að vera vakandi yfir því og velta því fyrir okkur af hverju þetta er og hvaða áhrif það kemur til með að hafa til framtíðar.