139. löggjafarþing — 63. fundur,  25. jan. 2011.

umfjöllun nefnda um skýrslur Ríkisendurskoðunar.

[14:02]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti tilkynnir að með bréfi, dags. 19. janúar sl., hefur forseti óskað eftir því við allsherjarnefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna.

Einnig hefur forseti með bréfi, dags. 19. janúar sl., óskað eftir því við fjárlaganefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2009.

Þá hefur forseti með bréfi, dags. 19. janúar sl., óskað eftir því við félags- og tryggingamálanefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vinnueftirlit ríkisins. Sú skýrsla er eftirfylgni við skýrslu sem unnin var árið 2007.

Einnig hefur forseti með bréfi, dags. 19. janúar sl., óskað eftir því við iðnaðarnefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stuðning við atvinnu- og byggðaþróun.

Þá hefur forseti með bréfi, dags. 19. janúar sl., óskað eftir því við menntamálanefnd að hún fjalli um tvær skýrslur Ríkisendurskoðunar, í fyrsta lagi skýrslu um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu, skýrslu sem er eftirfylgni við skýrslu sem unnin var árið 2007. Í öðru lagi er um að ræða skýrslu um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Þetta er í samræmi við reglur um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar sem forsætisnefnd samþykkti 12. febrúar 2008.