139. löggjafarþing — 63. fundur,  25. jan. 2011.

verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir.

351. mál
[14:59]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við fáum oft mjög misvísandi umsagnir frá þeim umsagnaraðilum sem við leitum til, sumar stuttar þar sem engar athugasemdir koma fram og aðrar mun lengri. Þegar þetta mál var lagt fram síðast held ég að við höfum fengið eina þá áhugaverðustu umsögn sem ég hef séð lengi. Hún kom hvorki meira né minna en frá sjálfum Seðlabankanum. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við það frumvarp sem þá lá fyrir.

Ég mundi vilja spyrja hæstv. ráðherra um þær breytingar sem verið er að leggja til í frumvarpinu frá fyrri framlagningu. Telur hann að breytingarnar komi nægilega vel til móts við þær miklu athugasemdir sem komu fram frá Seðlabankanum, enda er Seðlabankinn illa brenndur af peningamarkaðssjóðunum svonefndu?