139. löggjafarþing — 63. fundur,  25. jan. 2011.

verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir.

351. mál
[15:00]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef tiltækar er búið að fara yfir allar athugasemdir og greina þær og gera þær breytingar sem talið var fært að gera. Málið fer núna til viðskiptanefndar til meðferðar og væntanlega þá í umsagnarferli. Ég held að það sé ástæða til að fara yfir málið í meðförum nefndarinnar. Ráðuneytið er tilbúið að koma að þeirri vinnu varðandi frekari skýringar og útfærslur en von okkar stendur til að í þessum búningi eigi frumvarpið greiðari leið í gegnum þingið en það átti í fyrra.