139. löggjafarþing — 64. fundur,  25. jan. 2011.

úrskurður Hæstaréttar um kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[17:16]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tekið er fyrir eina dagskrármálið, úrskurður Hæstaréttar um kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla forsætisráðherra. Tilhögun umræðunnar verður eftirfarandi: Forsætisráðherra hefur allt að 15 mínútum í fyrri umferð. Fulltrúar annarra þingflokka 10 mínútur hver. Í síðari umferð fær hver þingflokkur 5 mínútur. Forsætisráðherra hefur 5 mínútur í lok umræðunnar.

Röð flokkanna er eftirfarandi: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur og Hreyfingin.