139. löggjafarþing — 65. fundur,  26. jan. 2011.

fundarstjórn.

[14:42]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að taka undir með hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur og þakka hæstv. forseta fyrir að bregðast fljótt við ósk okkar sjálfstæðismanna um að koma þessu máli á dagskrá á morgun, umræðum um niðurstöðu Hæstaréttar og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við henni. Forseti hefur sýnt það í mörgum málum að hún tekur málstað þingsins, tekur málstað þingmanna, og hefur sýnt góðan vilja til að verða við óskum okkar í stjórnarandstöðunni um að koma málum áfram og koma málum á dagskrá. Fyrir það kann ég henni bestu þakkir.