139. löggjafarþing — 65. fundur,  26. jan. 2011.

tekjuskattur.

275. mál
[17:06]
Horfa

Flm. (Árni Johnsen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er aldrei ofmælt þegar fjallað er um öryggisþáttinn sem tengist sjómönnum. Eitt lítið dæmi um stórt mál.

Á síðustu öld fórust við Vestmannaeyjar 500 sjómenn, á 100 árum fórust 500 sjómenn. Þetta skiptir miklu máli og snertir alla þætti sem hv. þm. Ásbjörn Óttarsson fjallaði um áðan. Þingmenn sem hafa leyft sér að tala niður til sjómanna og sýna engan skilning á að þeir njóti jafnræðis við aðra þegna þjóðfélagsins, aðra sjómenn í Evrópu, þeir hafa excel-skjal í höfðinu. Lífið er ekki excel-skjal. Maður vorkennir þeim fyrir þröngsýni og fordóma sem búa yfir þessu excel-skjali.

Það segir sína sögu um lítilsvirðingu hæstv. ríkisstjórnar í þessari umræðu sem varðar mikið hagsmunamál sjómanna að hér er enginn hæstv. ráðherra viðstaddur. Hér er formaður sjávarútvegsnefndar ekki viðstaddur og varaformaður sjávarútvegsnefndar, Ólína Þorvarðardóttir, ekki heldur af því að þeim er andskotans sama um þetta. Virðulegi forseti, (Forseti hringir.) þetta er vægt til orða tekið.

(Forseti (ÞBack): Forseti vill biðja hv. þingmann um að gæta orða sinna.)

Þetta er vægt til orða tekið og maður verður að tala mannamál hér þannig að það sé kallað (Forseti hringir.) réttum nöfnum (Forseti hringir.) það sem sagt er og talað er um.

(Forseti (ÞBack): Hv. þingmaður er beðinn um að gæta orða sinna. Það er hægt að tala mannamál þótt ekki sé bölvað og blótað í ræðustól.)

Það er nú bara íslenskt tungutak. Það skiptir miklu máli að forgangsraða (Forseti hringir.) öryggi og ekki síður tekjum og tryggja þann rétt sem …