139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

íslenskur landbúnaður og ESB.

[10:52]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Hæstv. utanríkisráðherra skjögrar svo rosalega að hann hefur stuðning tveggja þriðju hluta íslensku þjóðarinnar til að halda áfram þessu samningaferli. (Gripið fram í.) Það er gjörbreyting frá því sem var fyrir bara hálfu ári. (JónG: Ríkisstjórnin er búin að missa 25% …) Hvað þýðir það? Það þýðir að málflutningur þeirra sem eru á móti þessu ferli hefur verið svo bágborinn og svo snautlegur að hann hefur beinlínis spýtt í íslensku þjóðina sannfæringu fyrir nauðsyn málsins. (Gripið fram í.) Það kemur mér ekki á óvart þegar ég hlusta á vandaðan þingmann eins og þennan koma í ræðustól og rífa sig niður í rass yfir því að ekki séu til upplýsingar og þær hafi ekki verið lagðar fram og svo kemur hann í næstu ræðu og segir frá því að vitaskuld hafi þetta allt saman verið rætt og hann hafi fengið tækifæri til að spyrja allra þeirra spurninga (SIJ: Og … óljóst.) sem hann segir núna að hann hafi ekki fengið svör við. Þannig rekur sig hvað á annars horn og það er ekki nema von að þjóðin fylki sér í vaxandi mæli (Forseti hringir.) undir fána þeirra sem fara andstætt hv. þingmanni.