139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

tilraun til njósna.

[10:57]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegur forseti. Heldur finnst mér þessi svör hjá hæstv. forsætisráðherra rýr, ég verð að segja það. Ég spurði hana einfaldra spurninga. Tók hún þátt í því, var hún sammála hæstv. forseta þingsins í þeirri ákvörðun og studdi hana í að leyna þingmenn þessu máli? Finnst henni það eðlileg málsmeðferð? Finnst henni eðlilegt að af 63 þingmönnum hafi tveir þingmenn, þ.e. hæstv. forsætisráðherra og hæstv. forseti þingsins, verið þeir einu sem um þetta mál fjölluðu? Þingflokksformönnum eða formönnum annarra þingflokka var ekki einu sinni treyst fyrir því. Það liggur fyrir að meðhöndlun málsins er mjög bagaleg og alvarlegar ávirðingar hafa komið fram í þessari umræðu gagnvart starfsmönnum þingsins sem mér finnst mjög bagalegt vegna þess að starfsmenn þingsins lúta auðvitað stjórn (Forseti hringir.) og það stjórn hæstv. forseta þingsins.

Ég ítreka að mér finnst ábyrgð þeirra (Forseti hringir.) það mikil í þessu máli að viðkomandi aðilar, (Forseti hringir.) hæstv. forseti þingsins og forsætisráðherra, (Forseti hringir.) þurfi að skoða stöðu sína gagnvart þinginu.