139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[11:34]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég verð að viðurkenna að mér brá við þegar ég heyrði í ráðherranum hér sl. miðvikudag. Ég get reyndar verið sammála því sem kom fram í máli hans, að ágallarnir hafi ekki haft úrslitaáhrif á niðurstöðuna. Engu að síður voru ágallar á framkvæmdinni og ég er sammála dómnum í meginatriðum, framkvæmdin þarf að vera 100%. Til að fá þetta alveg á hreint langar mig að spyrja ráðherrann hvort hann sé ekki sammála mér um að við eigum ekki að gefa neinn afslátt þegar kemur að kosningum og framkvæmd þeirra.