139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[11:42]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að við þurfum að taka málefnalega á þessu, laga þær brotalamir sem fram hafa komið. Ég beini því til þingsins, við beinum því inn í stjórnsýsluna að allir dragi réttan lærdóm af þessu máli og bætum það sem úrskeiðis hefur farið.

Þessi umræða verður okkur vonandi gagnleg. Ég hef engar efasemdir um að það verður líka gagnlegt og fróðlegt að heyra meira frá Sjálfstæðisflokknum í umræðu um þetta mál því að hann ætlar greinilega að sýna okkur stærð sína í verki. [Kliður í þingsal.]