139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[12:20]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við skulum aðeins skoða hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt í þessu máli. Hv. þm. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurð að því í Kastljósinu fyrir tveimur dögum hvort Sjálfstæðisflokkurinn mundi styðja málið ef það yrði unnið áfram og aftur efnt til kosninga til stjórnlagaþings. Svarið var mjög einfalt: Nei, við munum ekki gera það.

Gagnrýni Sjálfstæðisflokksins á flýtimeðferð málsins stenst ekki. Það skiptir engu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn þó að við vinnum málið betur. Hann styður það einfaldlega ekki að stjórnlagaþing verði haldið. (Gripið fram í.) Og þá fellur málið um sjálft sig. Málflutningur Sjálfstæðisflokksins fellur um sjálfan sig og það er miður því að samstarfið í allsherjarnefnd hefur að mörgu leyti verið ágætt.